Fótbolti

Stjarnan fékk skell og er úr leik í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Georgie Kelly fagnar öðru marki sínu gegn Stjörnunni í kvöld.
Georgie Kelly fagnar öðru marki sínu gegn Stjörnunni í kvöld. Ben McShane/Sportsfile via Getty Images

Stjarnan er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-0 tap gegn írska liðinu Bohemians ytra í kvöld. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Garðabænum og Bohemians unnu því samanlangt 4-1.

Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þar var á ferðinni Georgie Kelly eftir stoðsendingu frá Dawson Devoy.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en á 54.mínútu bætti Kelly öðru marki sínu við eftir stoðsendingu frá Liam Burt og brekkan því orðin ansi brött fyrir Stjörnumenn.

Liam Burt innsyglaði svo sjálfur sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 3-0 og Bohemians mætir F91 Dudelange frá Lúxemborg í annari umferð forkeppninnar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Stjarnan - Bohemians 1-1 | Jafnt í Garða­bæ í ris litlum leik

Stjarnan tók á móti írska liðinu Bohemians í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Liðin skildu jöfn 1-1 en gestirnir frá Dublin voru meira með boltann en ógnuðu lítið á meðan heimamenn náðu ekki að búa sér til mörg færi en náðu að nýta sér eitt þeirra fáu sem sköpuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×