FH-ingar eru komnir áfram í Sambandsdeildinni og mæta Rosenborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2021 19:02 Stven Lennon skoraði öll þrjú mörk FH-inga í einvíginu gegn Sligo Rovers. Vísir/Bára FH-ingar eru komnir í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi. FH vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og samanlagt því 3-1. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað, en það voru heimamenn í Sligo sem héldu boltanum betur. Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn sköpuðu þeir sér nokkur ágætis færi. Þrátt fyrir það voru það FH-ingar sem voru fyrri til að finna netmöskvana. Vuk Oskar Dimitrijevictók þá aukaspyrnu utan af kanti sem Sligo menn náðu ekki að hreinsa almennilega frá. Boltinn datt fyrir fætur Steven Lennon sem kláraði færið vel og kom FH-ingum í forystu aðeins rétt rúmri mínútu fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar að Jónatan Ingi Jónsson krækti í vítaspyrnu fyrir FH-inga. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt annað mark í leiknum, og það þriðja í einvíginu. Leikmenn Sligo Rovers þurftu því þrjú mörk til að knýja fram framlengingu. Þeir sköpuðu sér nokkur hálffæri, en það var ekki fyrr en að tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sem að dró til tíðinda. Pétur Viðarsson braut þá af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Johhny Kenny fór á punktinn og sendi Gunnar Nielsen í rangt horn. Nær komust Sligo Rovers eftir og 2-1 sigur FH-inga því staðreynd. Með 1-0 sigrinum á heimavelli unnu þeir því samanlagt 3-1 og eru á leið í aðra umferð Sambandsdeildarinnar þar sem að þeir mæta norska stórveldinu Rosenborg. Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Leikurinn fór nokkuð rólega af stað, en það voru heimamenn í Sligo sem héldu boltanum betur. Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn sköpuðu þeir sér nokkur ágætis færi. Þrátt fyrir það voru það FH-ingar sem voru fyrri til að finna netmöskvana. Vuk Oskar Dimitrijevictók þá aukaspyrnu utan af kanti sem Sligo menn náðu ekki að hreinsa almennilega frá. Boltinn datt fyrir fætur Steven Lennon sem kláraði færið vel og kom FH-ingum í forystu aðeins rétt rúmri mínútu fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar að Jónatan Ingi Jónsson krækti í vítaspyrnu fyrir FH-inga. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt annað mark í leiknum, og það þriðja í einvíginu. Leikmenn Sligo Rovers þurftu því þrjú mörk til að knýja fram framlengingu. Þeir sköpuðu sér nokkur hálffæri, en það var ekki fyrr en að tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sem að dró til tíðinda. Pétur Viðarsson braut þá af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Johhny Kenny fór á punktinn og sendi Gunnar Nielsen í rangt horn. Nær komust Sligo Rovers eftir og 2-1 sigur FH-inga því staðreynd. Með 1-0 sigrinum á heimavelli unnu þeir því samanlagt 3-1 og eru á leið í aðra umferð Sambandsdeildarinnar þar sem að þeir mæta norska stórveldinu Rosenborg.
Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13