Bólusetning með breyttu sniði í haust Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 11:29 Engir bólusetningadagar eru fram undan í Laugardaghöll. Vísir/vilhelm Í gær fór fram síðasta fjöldabólusetningin í Laugardalshöll og hér eftir verður bólusetning á höfuðborgarsvæðinu með breyttu sniði. Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15
Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39
Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54