Innlent

Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stefnir út á land á næstunni en hún er í sumarfríi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stefnir út á land á næstunni en hún er í sumarfríi. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda.

„Það liggur fyrir að það verður sent út í samstarfi við þróunarverkefni sem við erum þátttakendur í. Til þeirra landa sem þurfa á bóluefni að halda. Það er í samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ segir Svandís. Von sé á tilkynningu um það á næstunni.

Svandís var á meðal fjölmargra sem lögðu leið sína í Laugardalshöll í bólusetningu í dag, seinni Pfizer-sprautuna í tilfelli Svandísar. Um sögulegan dag er að ræða því um er að ræða síðasta bólusetningadaginn í Höllinni.

Sem kunnugt er fengu Íslendingar lánaða 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca frá Norðmönnum. Svandís segir að þeim skömmtum verði skilað.

Svandís var í skýjunum með árangurinn í bólusetningum hér á landi. Hún sagði daginn í dag sannkallaðan dag starfsfólksins í Laugardalshöll. Hún reyni að vera í fríi þessa dagana og stefni út á land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×