Íslenski boltinn

Óvænt úrslit í Lengjudeild kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttu-stúlkur fagna marki fyrr í sumar.
Gróttu-stúlkur fagna marki fyrr í sumar. mynd/eyjólfur garðarsson/fésbókarsíða gróttu

Það voru óvænt úrslit í Lengjudeild kvenna er þrír leikir fóru fram í tíundu umferð deildarinnar fóru fram.

Grótta gerði góða ferð upp á Akranes er þær unnu 2-0 sigur en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Grótta er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar en ÍA er í því sjöunda.

Grindavík var í næst neðsta sætinu fyrir leik liðsins gegn Aftureldingu, sem var í 3. sætinu en Grindvíkingar unnu 1-0.

Grindavík er því komið með átta stig, en er enn í fallsæti. Afturelding er í þriðja sætinu, stigi á eftir FH, sem er í öðru sætinu en tvö efstu liðin fara upp í Pepsi Max.

HK og Víkingur gerðu svo 2-2 jafntefli í Kórnum en Víkingur bjargaði stigi undir lokin. Víkingur er í fjórða sætinu með þrettán stig en HK er í 8. sætinu með níu stig.

Síðasti leikur umferðarinnar fer fram á morgun er topplið KR mætir botnliði Augnabliks. KR-ingar geta aukið forystu sína á toppnum í fimm stig eftir að FH og Haukar gerðu 1-1 jafntefli í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.