Hrottalegar netofsóknir gegn ungri konu: Auglýst og sögð vilja láta nauðga sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:01 Gerandinn auglýsti að konan veitti kynlífsþjónustu og vildi láta nauðga sér að sögn konunnar. Vísir/Sigrún Ung kona segist hafa ítrekað lent í netofsóknum á síðustu árum. Meðal annars hefur auglýsing verið sett fram í hennar nafni þar sem kemur fram að hún bjóði uppá kynlífsþjónustu og er svo sögð vilja láta nauðga sér. Engin lög eru til um auðkennisþjófnað hér á landi. Konan vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu fyrrverandi sambýlismanns, sem hún segir ofsækja sig á netinu. Hún segir ofbeldið hafa byrjað fyrir þremur árum þegar hún sá auglýsingar um sig á netinu. „Þá fæ ég upplýsingar um það að það séu til auglýsingar um að ég sé að bjóða uppá einhvers konar kynlífsþjónustu. Þar kom svo fram að það sé minn kynferðislegi vilji að ég vilji láta ókunnugan mann finna mig á skemmtistað sem ég fór oft á á þeim tíma og vilji láta nauðga mér í húsasundi,“ segir konan. Auglýst og sögð bjóða upp á grófar kynlífsathafnir Konan segist hafa fengið skjáskot af auglýsingunni, sem birtist á stefnumótasíðunni Whisper. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um málið á síðunni kom fram fullt nafn mitt, heimilisfang, aðgangur að samfélagsmiðlum og símanúmerið mitt,“ segir hún. Hún segir tvo karlmenn hafa haft samband við sig á samfélagsmiðlum vegna auglýsingarinnar. Annar þeirra sendi henni samskipti sín við þann sem falsaði auglýsinguna. Fréttastofa hefur þau samskipti undir höndum og er um að ræða afar ógeðfelld skilaboð frá þeim sem auglýsir konuna um að hún bjóði upp á afar grófar kynlífsathafnir. Samskipti geranda og manns sem hafði samband við hann vegna auglýsingarinnar um konuna. Vísir/Sigrún Konan hafði þá sjálf samband við gerandann undir fölskum forsendum til að fá frekari staðfestingu. Í þeim samskiptum segir gerandinn að hann vilji að henni sé nauðgað. Fréttastofa hefur einnig þau samskipti undir höndum og aftur auglýsir gerandinn að konan bjóði upp á gróft kynlíf, jafnvel ofbeldi. Þá er afar lítið gert úr útliti hennar. konan vildi fá staðfestingu um hvernig gerandinn auglýsti hana og hafði samband við hann undir fölskum forsendum. Þar komst hún að því að hann sagði að hún vildi láta nauðga sér. Vísir/Sigrún Brotist inn á reikninga hennar Konan segir gerandann einnig hafa dreift lygum um sig í myndböndum á Youtube. „Þar var viðkomandi búinn að gera myndband með myndum af mér og af eignaspjöllum sem ég átti að hafa framið. Þá voru birtir textar með myndbandinu þar sem logið var uppá mig alls kyns brotum. Ég kannaðist hvorki við myndirnar af eignaspjöllunum eða þau brot sem logið var upp á mig,“ segir konan. Hún óskaði eftir að Youtube og Google fjarlægðu efnið og var það gert tveimur sólarhringum síðar. „Það var mjög óþægilegt að þetta efni hafi ekki verið fjarlægt strax en það var þó gert. Ég veit ekkert hvað margir sáu þessar lygar,“ segir hún. Gerandinn reyndi einnig ítrekað að brjótast inn á persónulega reikninga hennar með rafrænum skilríkjum. „Á tímabili var ég að fá skilaboð allt að 100 sinnum á dag um að ég ætti að staðfesta rafræn skilríki í símanum mínum sem ég kannaðist ekkert við,“ segir konan. „Ég er aldrei alveg örugg“ Konan tilkynnti málið til lögreglu í júní í fyrra en engin niðurstaða hefur borist í málinu. Hún segist vera stöðugt á verði. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Ég er miklu varari um mig en áður og læsi alltaf sem ég gerði ekki áður og dreg jafnvel fyrir glugga. Ég og veit aldrei hvort einhver sem ég hitti hafi mögulega verið að sjá óhróður um mig á netinu. Ég er aldrei alveg örugg og veit ekki hvenær þetta hættir,“ segir konan. Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum.Vísir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum. Hins vegar séu ekki til nein lög til um hvernig eigi að fara með slík mál. „Það er ekki búið að lögfesta auðkennisþjófnað hér á landi. það væri afar mikilvægt fyrir lögreglu og þá sem verða fyrir slíkum brotum að þetta verði fest í lög sem fyrst,“ segir Ævar. Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Konan vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu fyrrverandi sambýlismanns, sem hún segir ofsækja sig á netinu. Hún segir ofbeldið hafa byrjað fyrir þremur árum þegar hún sá auglýsingar um sig á netinu. „Þá fæ ég upplýsingar um það að það séu til auglýsingar um að ég sé að bjóða uppá einhvers konar kynlífsþjónustu. Þar kom svo fram að það sé minn kynferðislegi vilji að ég vilji láta ókunnugan mann finna mig á skemmtistað sem ég fór oft á á þeim tíma og vilji láta nauðga mér í húsasundi,“ segir konan. Auglýst og sögð bjóða upp á grófar kynlífsathafnir Konan segist hafa fengið skjáskot af auglýsingunni, sem birtist á stefnumótasíðunni Whisper. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um málið á síðunni kom fram fullt nafn mitt, heimilisfang, aðgangur að samfélagsmiðlum og símanúmerið mitt,“ segir hún. Hún segir tvo karlmenn hafa haft samband við sig á samfélagsmiðlum vegna auglýsingarinnar. Annar þeirra sendi henni samskipti sín við þann sem falsaði auglýsinguna. Fréttastofa hefur þau samskipti undir höndum og er um að ræða afar ógeðfelld skilaboð frá þeim sem auglýsir konuna um að hún bjóði upp á afar grófar kynlífsathafnir. Samskipti geranda og manns sem hafði samband við hann vegna auglýsingarinnar um konuna. Vísir/Sigrún Konan hafði þá sjálf samband við gerandann undir fölskum forsendum til að fá frekari staðfestingu. Í þeim samskiptum segir gerandinn að hann vilji að henni sé nauðgað. Fréttastofa hefur einnig þau samskipti undir höndum og aftur auglýsir gerandinn að konan bjóði upp á gróft kynlíf, jafnvel ofbeldi. Þá er afar lítið gert úr útliti hennar. konan vildi fá staðfestingu um hvernig gerandinn auglýsti hana og hafði samband við hann undir fölskum forsendum. Þar komst hún að því að hann sagði að hún vildi láta nauðga sér. Vísir/Sigrún Brotist inn á reikninga hennar Konan segir gerandann einnig hafa dreift lygum um sig í myndböndum á Youtube. „Þar var viðkomandi búinn að gera myndband með myndum af mér og af eignaspjöllum sem ég átti að hafa framið. Þá voru birtir textar með myndbandinu þar sem logið var uppá mig alls kyns brotum. Ég kannaðist hvorki við myndirnar af eignaspjöllunum eða þau brot sem logið var upp á mig,“ segir konan. Hún óskaði eftir að Youtube og Google fjarlægðu efnið og var það gert tveimur sólarhringum síðar. „Það var mjög óþægilegt að þetta efni hafi ekki verið fjarlægt strax en það var þó gert. Ég veit ekkert hvað margir sáu þessar lygar,“ segir hún. Gerandinn reyndi einnig ítrekað að brjótast inn á persónulega reikninga hennar með rafrænum skilríkjum. „Á tímabili var ég að fá skilaboð allt að 100 sinnum á dag um að ég ætti að staðfesta rafræn skilríki í símanum mínum sem ég kannaðist ekkert við,“ segir konan. „Ég er aldrei alveg örugg“ Konan tilkynnti málið til lögreglu í júní í fyrra en engin niðurstaða hefur borist í málinu. Hún segist vera stöðugt á verði. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Ég er miklu varari um mig en áður og læsi alltaf sem ég gerði ekki áður og dreg jafnvel fyrir glugga. Ég og veit aldrei hvort einhver sem ég hitti hafi mögulega verið að sjá óhróður um mig á netinu. Ég er aldrei alveg örugg og veit ekki hvenær þetta hættir,“ segir konan. Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum.Vísir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotamála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málum sem þessum hafa fjölgað mikið á síðustu árum. Hins vegar séu ekki til nein lög til um hvernig eigi að fara með slík mál. „Það er ekki búið að lögfesta auðkennisþjófnað hér á landi. það væri afar mikilvægt fyrir lögreglu og þá sem verða fyrir slíkum brotum að þetta verði fest í lög sem fyrst,“ segir Ævar.
Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira