Tók tvo markaskorara af EM með til Íslands eftir vonbrigðin gegn Val Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:30 Mario Gavranovic jafnar hér metin gegn heimsmeisturum Frakka sem Svisslendingar slógu út í 16-liða úrslitum á EM. Gavranovic er nú mættur til Íslands. EPA/Marko Djurica Tveir markaskorarar af EM, og alls sex leikmenn sem spiluðu á mótinu, eru tilbúnir að mæta Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld, með liði Dinamo Zagreb, enda afar mikið í húfi fyrir bæði lið. Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira