Innlent

Tveir bólu­settir greindust utan sótt­kvíar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ekki liggur fyrir hvernig einstaklingarnir tveir smituðust, en rakning stendur yfir.
Ekki liggur fyrir hvernig einstaklingarnir tveir smituðust, en rakning stendur yfir. Vísir/Vilhelm

Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að uppruni smitanna sé óþekktur en smitrakning standi nú yfir.

Hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þess hóps sem þarf í sóttkví liggur ekki ljós fyrir þegar þetta er skrifað. Gert er ráð fyrir því að raðgreining smitanna taki einhverjar daga. 

Þá greindist einn ferðamaður á leið úr landi með kórónuveiruna við vottorðaskimun.

„Almannavarnir hvetja alla til að setja upp eða uppfæra Rakningarappið í símanum. Appið getur hjálpað rakningarteyminu að rekja smit og má segja að það sé núna í lykilhlutverki, þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi á Íslandi.

Höldum áfram að fara varlega og förum í sýnatöku ef við verðum vör við einkenni, bæði bólusettir einstaklingar og óbólusettir,“ segir í tilkynningu Almannavarna.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.