Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. Vísir Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp. Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira