Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. Vísir Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp. Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira