Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2021 22:56 Fjölmennt var á Langahrygg á laugardag. KMU Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira