Fótbolti

Sjáðu sigurmarkið sem Ísak Berg­mann lagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann spilaði stóra rullu í sigri Norrköping.
Ísak Bergmann spilaði stóra rullu í sigri Norrköping. PETER HOLGERSSON/BILDBYRÅN

Þrír íslenskir landsliðsmenn í knattspyrna voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina markið í leik Mjällby og Norrköping. Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Hammarby sem vann 5-1 sigur á Degerfors.

Maic Ndongala Namputu Sema skoraði eina markið í 1-0 sigri Norrköping á útivelli gegn Mjällby. Fylgdi hann þá eftir skoti Ísaks Bergmann en markið má sjá hér að neðan. 

Skagamaðurinn ungi spilaði allan leikinn líkt og Ari Freyr Skúlason.

Norrköping er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 10 leikjum.

Jón Guðni var sem klettur í liði Hammarby er liðið vann þægilegan 5-1 sigur á Degerfors eftir að staðan var 1-1 í hálfleik. Hammarby er í 6. sæti með 15 stig að loknum 10 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.