Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Chiellini ber mikla virðingu fyrir Harry Kane og sú virðing er gagnkvæm. Andrea Staccioli /Insidefoto/LightRocket via Getty Images Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45
Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00