Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 22:01 Harry Kane segir mikið hvíla á herðum leikmanna enska liðsins annað kvöld. EPA-EFE/Ettore Ferrari Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira