Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 22:01 Harry Kane segir mikið hvíla á herðum leikmanna enska liðsins annað kvöld. EPA-EFE/Ettore Ferrari Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira