„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júlí 2021 12:08 Skjáskot tekið nú í hádeginu. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. „Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21