Fótbolti

Luis Díaz tryggði Kólumbíumönnum bronsið í uppbótartíma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kólumbíumenn fagna bronsinu.
Kólumbíumenn fagna bronsinu. Pedro Vilela/Getty Images

Það voru Kólumbíumenn sem að tryggðu sér bronsverðlaunin í Copa America í nótt þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Perú. Sigurmark leiksins kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Það stefndi í að það yri markalaust í hálfleik. Yoshimar Yotun sá þó til þess að það voru Perúmenn sem fóru með 1-0 forystu í leikhléið eftir stoðsendingu frá Cristian Cueva í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Kólumbíumenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks, og á 49.mínútu jafnaði Juan Cuadrado metin beint úr aukaspyrnu.

Luis Días kom Kólumbíumönnum svo yfir á 66.mínútu eftir stoðsendingu frá Camilo Vargas.

Gianluca Lapadula skallaði fyrirgjöf Raziel Garcia í netið átta mínútum fyrir leikslok og staðan því 2-2 þegar stutt var til leiksloka.

Það stefndi allt í það grípa þyrfti til vítaspyrnukeppni, en á fjórðu mínútu uppbótartíma tryggði Díaz Kólumbíumönnum sigurinn með bylmingsskoti af 25 metra færi.

Það voru því Kólumbíumenn sem að fóru heim með bronsið, en í kvöld mætast Brasilía og Argentína í sjálfum úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×