Erlent

Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þrír af fjórum árásarmönnum sem lögregla drap í aðgerðum voru erlendir ríkisborgarar.
Þrír af fjórum árásarmönnum sem lögregla drap í aðgerðum voru erlendir ríkisborgarar. epa/Jean Marc Herve Abelard

Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans.

Forsetafrúin særðist einnig lífshættulega. 

Fjórir úr árásarliðinu voru felldir af lögreglu og átta eru enn á flótta. Þeir sem eru í haldi koma flestir frá Kólombíu en tveir hinna handteknu eru bandarískir ríkisborgarar ættaði frá Haítí. 

Lögregla segir ljóst að mennirnir hafi verið ráðnir í verkið og því er höfuðpaursins enn leitað. 

Eftir morðið á Moise flúði hluti árásarliðsins inn í sendiráð Taívans sem er í nágrenni forsetabústaðarins. Í yfirlýsingu frá sendiráðinu segir að starfsmenn þess hafi þegar veitt lögreglu aðgang að sendiráðslóðinni og þar voru flestir árásarmannanna yfirbugaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×