Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:59 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af handtökunni. Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31