Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 14:45 Keith Long mætir í Garðabæinn í kvöld. Harry Murphy/Getty Images Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. „Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Það er erfitt að vita. Ég hef ekki náð að horfa sjálfur á heila leiki svo maður treystir á klippur úr leikjum og svo upplýsingar frá 1-2 einstaklingum sem hafa séð leiki með þeim. Andstæðingurinn er alltaf góður í Evrópu. “ „Þetta er gott og reynslumikið lið með öfluga leikmenn um allan völl. Einnig eru þeir mjög góðir í föstum leikatriðum,“ sagði Long í viðtali skömmu áður en írska liðið lagði af stað til Íslands. „Þó Stjarnan hafi byrjað tímabilið heima fyrir illa verðum að vera upp á okkar besta til að einvígið sé enn lifandi í seinni leiknum.“ Long hrósaði svo Hilmari Árna Halldórssyni sérstaklega. Tók hann fram að Hilmar Árni ætti fjóra A-landsleiki, væri tæknilega góður leikmaður sem léki oftast nær úti vinstra megin og að hann væri með öflugan hægri fót sem skilaði bæði mörkum og stoðsendingum. „Þetta er mikil áskorun. Á pappír eigum við fína möguleika á að komast áfram og ég er viss um að Stjarnan hugsar það sama. Ef frammistaðan á fimmtudag er fagmannleg og skipulögð þá mun leikurinn viku síðar sjá um sig sjálfur, sagði Long einnig. Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, er sama sinnis en hann segir Stjörnumenn verða að stefna á að komast áfram úr 1. umferð Sambandsdeildarinnar. Veðrið sem og aðstæður vegna kórónuveirunnar voru einnig til umræðu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Leikur Stjörnunnar og Bohemian FC hefst klukkan 19.45 í Garðabænum í kvöld og verður í beinni texta lýsingu Vísis.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira