Fótbolti

„Football's diving home“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danny Makkelie bendir á punktinn.
Danny Makkelie bendir á punktinn. Paul Ellis/Getty

Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku.

England tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gær með dramatískum sigri á Dönum en Ítalarnir unnu einnig dramatískan sigur á Spáni á þriðjudagskvöldið.

Markið sem réði úrslitum í leik Englendinga og Dana í gær kom eftir vítaspyrnu sem heimamenn fengu í framlengingunni. Þótti hún ansi ódýr.

Raheem Sterling féll þá í teignum eftir baráttu við Joakim Mæhle og Danny Makkelie benti á punktinn. Eitthvað sem Danirnir, og fleiri, voru langt því frá sáttir við.

Eftir leikinn héldu svo stuðningsmenn Englands áfram söngvum sínum að fótboltinn væri að koma heim (e. Football's coming home) en þeir ítölsku voru fljótir að breyta því.

„Football's diving home,“ skrifaði ítalski íþróttafréttamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur fyrir beIN SPort, á Twitter síðu sína.

Fleiri Ítalir hafa brugðið á þann leik að taka h-ið úr home út og setja þess í stað R fyrir framan. Þá myndast setningin: It's coming Rome.

Enn fleiri hafa einfaldlega sett To Rome fyrir aftan It's Coming Home en eitt er víst að það er mikil stemning fyrir leiknum á sunnudag.



Tengdar fréttir

Aldrei heyrt í Wembley svona

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×