„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:31 Atvikið umdeilda þegar Raheem Sterling féll til jarðar. Getty Images/Laurence Griffiths Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35