Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 20:31 Andri Adolphsson skoraði seinna mark Valsmanna sem gæti reynst dýrmætt í seinni leiknum. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira