Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Birkir Már segir markmið Valsmanna skýr. Vísir/Bára Dröfn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld. Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira