Wenger styður að halda HM á tveggja ára fresti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 12:30 Wenger vill halda HM á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico/Getty Images Arsène Wenger, fyrrum þjálfari enska knattspyrnufélagsins Arsenal, styður þá hugmynd að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu á tveggja ára fresti. Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa. Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira
Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa.
Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira