Wenger styður að halda HM á tveggja ára fresti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 12:30 Wenger vill halda HM á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico/Getty Images Arsène Wenger, fyrrum þjálfari enska knattspyrnufélagsins Arsenal, styður þá hugmynd að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu á tveggja ára fresti. Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa. Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa.
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira