Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 07:36 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. AP Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. SvD segir ennfremur frá því að Miðflokkurinn muni samkvæmt hugmyndunum fara í stjórnarandstöðu og leggja fram eigið fjárlagafrumvarp næsta haust. Segir að þingflokkur Miðflokksins muni skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um væntanlega tillögu þingforseta um að Löfven verði næsti forsætisráðherra. Gegn því að greiða leið Löfvens að myndun nýrrar stjórnar mun Miðflokkurinn fá sitt í gegn í málum er varðar vernd standa, eignarrétt í skóglendi sem og ákveðnum umbótatillögum er varðar vinnumarkað. Tilkynni Löfven að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn mun þingforseti tilnefna hann og þingið svo greiða atkvæði um þá tillögu síðar í þessari viku. Einnig kann svo að fara að Löfven muni biðja Norlén um lengri frest til viðræðna við aðra flokka. 175 Til að ná meirihluta á þinginu þarf Löfven að tryggja sér það að 175 þingmenn eða fleiri greiði ekki atkvæði gegn honum. Hefur þá helst verið litið til þess að Löfven þurfi stuðning Miðflokksins og Vinstriflokksins, auk Jafnaðarmannaflokks síns og Græningja. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Fráfarandi stjórn Löfvens var minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn. Svíþjóð Tengdar fréttir Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
SvD segir ennfremur frá því að Miðflokkurinn muni samkvæmt hugmyndunum fara í stjórnarandstöðu og leggja fram eigið fjárlagafrumvarp næsta haust. Segir að þingflokkur Miðflokksins muni skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um væntanlega tillögu þingforseta um að Löfven verði næsti forsætisráðherra. Gegn því að greiða leið Löfvens að myndun nýrrar stjórnar mun Miðflokkurinn fá sitt í gegn í málum er varðar vernd standa, eignarrétt í skóglendi sem og ákveðnum umbótatillögum er varðar vinnumarkað. Tilkynni Löfven að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn mun þingforseti tilnefna hann og þingið svo greiða atkvæði um þá tillögu síðar í þessari viku. Einnig kann svo að fara að Löfven muni biðja Norlén um lengri frest til viðræðna við aðra flokka. 175 Til að ná meirihluta á þinginu þarf Löfven að tryggja sér það að 175 þingmenn eða fleiri greiði ekki atkvæði gegn honum. Hefur þá helst verið litið til þess að Löfven þurfi stuðning Miðflokksins og Vinstriflokksins, auk Jafnaðarmannaflokks síns og Græningja. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Fráfarandi stjórn Löfvens var minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn.
Svíþjóð Tengdar fréttir Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14