PSG raðar inn stjörnum Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 07:01 Sergio Ramos er á leið til Parísar. EPA-EFE/ANDY RAIN Forráðamenn franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain eru í vígahug eftir að stórveldið sá eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille í vor. Þrír leikmenn munu semja við félagið í vikunni samkvæmt erlendum miðlum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð. Franski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.
Franski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira