Fótbolti

Regnbogafáni dansks stuðningsmanns gerður upptækur í Bakú

Valur Páll Eiríksson skrifar
convert.jpeg
Mynd/fotbollskanalen

Öryggisverðir á Ólympíuvellinum í Bakú í Aserbaídsjan virtust gera athugasemd við danskan stuðningsmann sem hélt uppi regnbogafána í stúkunni, og gera hann upptækan. Fáninn er til stuðnings réttindum LGPT+ fólks og hafa verið í umræðunni vegna tilburða UEFA á mótinu.

AP-fréttastofan greinir frá atvikinu með ljósmyndir því til stuðnings. Réttindi hinsegin fólks í eystri löndum Evrópu sem halda mótið, Ungverjaland, Rússland og Aserbaídsjan, eru ekki sambærileg við lönd vestar í álfunni.

Athygli vakti þegar Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, gerði athugasemd við Manuel Neuer, fyrirliða Þýskalands, þegar hann bar fyrirliðaband í regnbogalitum. Þá bannaði UEFA að Allianz Arena, þar sem þýska liðið lék leiki sína, yrði í regnbogalitum þegar Ungverjar sóttu Þjóðverja heim í riðlakeppninni.

Styrktaraðilar keppninnar, svo sem Volkswagen og Booking.com, brugðust við með því að hafa regnbogalit á sínum auglýsingum á sér til gerðum skiltum á leikvöngum mótsins. Nema í Rússlandi, Aserbaídsjan og Ungverjalandi, þar sem UEFA stóð með þeim ríkjum.

UEFA sagði að sambandið „krefði styrktaraðila um að ganga úr skugga um að framsetning þeirra væri í línu við lög hvers þess ríkis sem þeir auglýstu í,“.


Tengdar fréttir

Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög

Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×