Fótbolti

Sancho inn í byrjunarlið Englendinga - Grealish áfram á bekk

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni á Laugardalsvelli.
Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni á Laugardalsvelli. VÍSIR/GETTY

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 sigri Englands á Þýskalandi, fyrir leik liðsins við Úkraínu í 8-liða úrslitum EM í Róm í kvöld.

Southgate stillti upp í 3-4-3 í 2-0 sigrinum á Þýskalandi á Wembley en breytir nú um kerfi, í 4-3-3. Kyle Walker er áfram í liðinu en fer úr miðverði í hægri bakvörð á meðan Kieran Trippier fer á bekkinn. Þá er Bukayo Saka meiddur og ekki í leikmannahópi Englands.

Inn í liðið kemur annars vegar Mason Mount, sem fór í sóttkví eftir leik Englands og Skotlands, og hins vegar Jadon Sancho sem er að byrja sinn fyrsta leik á mótinu.

Úkraína stillir þá upp nokkuð hefðbundnu liði þar sem Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, Andriy Yarmolenko, leikmaður West Ham United, auk Ruslan Malinovskyi og Roman Yaremchuk eru allir á sínu stað.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Maguire, Stones, Shaw, Phillips, Rice, Mount, Sterling, Kane, Sancho.

Byrjunarlið Úkraínu: Bushchan, Karavaev, Zabarnyi, Kryvtsov, Matviyenko, Mykolenko, Sydorchuk, Zinchenko, Shaparenko, Yarmolenko, Yaremchuk.

Leikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 EM. Upphitun hefst klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×