Fótbolti

Bjarni gröfumaður ekki í vafa um að nýja landið Úkraína vinni 'Tjallana'

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarni gröfumaður - Hjálmar Örn Jóhannsson
Vísir/Stöð 2 Sport

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson spáði spilin fyrir leiki dagsins í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Tékkland - Danmörk, ertu að grínast? Ég fór sko með mömmu og pabba í Legoland í Danmörku og þetta er klikkaðasti staður sem ég hef farið í. Og Danir eru svo klikkaðir að krakkar mega drekka bjór í Legolandi sko. Það voru allir krakkar 6-8 ára gamlir voru blindfullir, sko. Steiktasta sem ég hef verið nokkurn tímann í sko. Svo ég segi að Danmörk fer áfram, það er engin samkeppni.“ sagði Bjössi Sigurbjörnsson um leikinn.

Bjarni gröfumaður var ósammála því, Haraldur Biering býður til danskrar veislu á Hagamelnum, og þá segir Anna B. Laxdal að Patrik Schick tryggi Tékkum sigur.

Klippa: Hjammi spáir fyrir um leik Danmerkur og Tékklands

„Tjallinn er einhver sú allra leiðinlegasta vera sem ég veit um. Þegar maður er mættur á Costa Brava þá fær maður græna bara. Ég get þá ekki, þeir eru hræðilegir. Og hvað var hitt liðið? 'Úkranía'? Ég hef aldrei heyrt um þetta land einu sinni, eitthvað nýtt greinilega. Eigum við ekki að segja að þeir vinni þetta bara, já, já, vinna Tjallana!“ sagði Bjarni gröfumaður um leik Englands og Úkraínu sem hefst klukkan 19:00 í kvöld.

Bjössi Sigurbjörnsson söng til stuðnings Englandi en segir þó einnig að Úkraína var áfram. Anna B. Laxdal og Haraldur Biering létu þá ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Klippa: Hjammi spáir fyrir leik Englands og Úkraínu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×