Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:08 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eða ætti kannski að standa innviðaráðherra? Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar. Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira