Innlent

„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“

Jakob Bjarnar skrifar
Álfheiður er öll útbitin og kláðinn sem því fylgir er óbærilegur.
Álfheiður er öll útbitin og kláðinn sem því fylgir er óbærilegur. aðsend

Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns.

„Þetta eru svona blöðrur sem myndast, ofboðslegur kláði, svo klórar maður síg til blóðs í svefni og þá lekur einhver viðbjóðsvökvi úr þessu. Ég bólgna mikið við hvert bit. Vinstri úlnliðurinn á mér er tvöfaldur. Þar eru fjögur bit.“

Erfitt er að ná á mynd þeim óþægindum sem fylgja biti þessa kvikindis. En blöðrur myndast og bólgur.aðsend

Álfheiði virðist sem hún sé í alveg sérstöku upphaldi hjá þessum ófögnuði sem lúsmýið er. Henni var sagt í apótekinu á Selfossi að lúsmýið hafi tekið til óspilltra málanna í síðustu viku. Og það er í ham. Í Grímsnesinu og á Laugarvatni er ástandið skelfilegt af völdum þessarar mjög svo ógeðfelldu smáu flugu.

„Histamíntafla við kláðanum, afterbite til að bera á yfir daginn og svo svona vægt sterakrem fyrir nóttina,“ segir Álfheiður spurð hvað sé til ráða. Og svo eru til ýmis húsráð.

„Það er hægt að nota reykelsi og lavendurolíu og ýmislegt innanhúss en utanhúss er ekkert hægt að gera og allir á fullu í garðverkum. Hugsanlega hægt að maka sig í lavenderolíu en þá sólbrynni maður líklega illilega.“


Tengdar fréttir

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.