Sumarveður í öllum landshlutum um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2021 12:01 Sumarveður á landinu öllu um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum. Fyrsta helgi júlímánaðar er ár hvert mikil ferðahelgi. Þeir sem ætla að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina hafa úr mörgum landshlutum að velja en hiti verður um og yfir fimmtán stig á landinu öllu. „Það er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt svona á öllu landinu. Jafnvel hafgolu einkum síðari hluta daganna. Það er bjartviðri á öllu landinu en þó líkur á einhverju þokulofti út með ströndinni, einkum á kvöldin og fram undir morgun. Lítil úrkoma, stöku síðdegisskúr hér og þar sem fylgir þessu góða og hýja veðri. Hitanum verður nokkuð jafn skipt um allt landið, um og yfir 15 stig í öllum landshlutum á hverjum einasta degi,“ sagði Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hlýjast veður á Norðausturlandi þar sem hiti slær í tuttugu stig. „Heilt yfir er enginn landshluti sem sker sig neitt rosalega úr veðurlega. Það er helst Suðausturlandið þar sem verður helst skúraloft á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Örn. Staðan skárri á Norðurlandi Miklir vatnavextir hafa verið á norðurlandi vegna hlýinda. Hættustig er í gildi á svæðinu en fólk sem býr í Fnjóskadal fyrir innan Illugastaði er innilokað eftir að vegur fór í sundur. Yfirlögregluþjónn segir að það væsi ekki um íbúa og að það hafi dregið úr vatnavöxtum. „Staðan er bara skárri. Það hafa ekki komið upplýsingar um frekari skemmdir á vegum eða mannvirkjum. Það er heldur að sjattna í þessum ám hérna eins og t.d. Eyjafjarðará og Fnjóská,“ sagði Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra. Veður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tengdar fréttir Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20 Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54 Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41 Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13 Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrsta helgi júlímánaðar er ár hvert mikil ferðahelgi. Þeir sem ætla að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina hafa úr mörgum landshlutum að velja en hiti verður um og yfir fimmtán stig á landinu öllu. „Það er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt svona á öllu landinu. Jafnvel hafgolu einkum síðari hluta daganna. Það er bjartviðri á öllu landinu en þó líkur á einhverju þokulofti út með ströndinni, einkum á kvöldin og fram undir morgun. Lítil úrkoma, stöku síðdegisskúr hér og þar sem fylgir þessu góða og hýja veðri. Hitanum verður nokkuð jafn skipt um allt landið, um og yfir 15 stig í öllum landshlutum á hverjum einasta degi,“ sagði Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hlýjast veður á Norðausturlandi þar sem hiti slær í tuttugu stig. „Heilt yfir er enginn landshluti sem sker sig neitt rosalega úr veðurlega. Það er helst Suðausturlandið þar sem verður helst skúraloft á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Örn. Staðan skárri á Norðurlandi Miklir vatnavextir hafa verið á norðurlandi vegna hlýinda. Hættustig er í gildi á svæðinu en fólk sem býr í Fnjóskadal fyrir innan Illugastaði er innilokað eftir að vegur fór í sundur. Yfirlögregluþjónn segir að það væsi ekki um íbúa og að það hafi dregið úr vatnavöxtum. „Staðan er bara skárri. Það hafa ekki komið upplýsingar um frekari skemmdir á vegum eða mannvirkjum. Það er heldur að sjattna í þessum ám hérna eins og t.d. Eyjafjarðará og Fnjóská,“ sagði Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra.
Veður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tengdar fréttir Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20 Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54 Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41 Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13 Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20
Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54
Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41
Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13
Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22