Innlent

Gríðar­legir vatna­vextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjald­svæði við Vagla­skóg

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Við Glerárstíflu í gær.
Við Glerárstíflu í gær. aðsend

Gríðar­legir vatna­vextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjósk­á flætt yfir bakka sína og inn á tjald­svæðið við Vagla­skóg. Vatns­magn í Gler­á er einnig gífur­legt og segir um­sjónar­aðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumar­leysingar í manna­minnum.

„Við höfum ekki haldið ná­kvæmar mælingar á vatns­magni í ánni lengi þannig ég get ekki full­yrt um hvort það hafi ein­hvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teits­son, fram­kvæmda­stjóri Fall­orku, sem er með tvær virkjanir í Gler­á.

Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær:

„En það er búið að bætast veru­lega í vatns­magnið hérna bæði í gær­kvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatna­vextirnir sem hafa orðið vegna sumar­leysinga í örugg­lega hundrað ár eða eitt­hvað,“ segir hann.

Gler­á rennur í gegn um Akur­eyrar­bæ og segir Ást­hildur Sturlu­dóttir bæjar­stjóri að vatna­vextirnir sjáist mjög greini­lega og séu ó­venju­miklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnar­garðar við bakka hennar sem varna því.

Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndi­leg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitt­hvað ör­lítið í hann þá,“ segir sér­fræðingur hjá Veður­stofunni.

Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins

Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim af­leiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyja­fjarðar­á, Gler­á og Fnjósk­á.

Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend

Við Fnjósk­á er tjald­svæðið Vagla­skógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjald­svæðisins.

Starfs­maður þess segir í sam­tali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjól­hýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjald­svæðisins.

Fleiri myndir af svæðinu:

aðsend
aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×