Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 22:19 Wally Funk verður sú elsta til að fara út í geim. AP/NASA Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa. Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa.
Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira