Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 22:19 Wally Funk verður sú elsta til að fara út í geim. AP/NASA Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa. Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa.
Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“