Innlent

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á myndinni sést hvernig aurskriðan féll.
Á myndinni sést hvernig aurskriðan féll. Lögreglan á Norðurlandi vestra

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Vinna á vettvangi hélt áfram í dag en til rannsóknar er hver orsök skriðunnar voru. Uppbyggingu verður jafnframt haldið áfram næstu daga. Húsin tvö sem urðu fyrir skriðunni eru töluvert skemmd.

Skriðan féll úr barði, en yfir því liggur gata, og á húsin tvö síðdegis á þriðjudag. Vegurinn sem skriðan féll úr er þá nokkuð skemmdur enda risa hola þar sem skriðan rann undan honum.

Nefndin mun funda aftur síðdegis á morgun og tilkynna um frekari ákvarðanir í kjölfar fundarins. Hún ítrekar þó beiðni til almennings um að virða lokanir þar sem þær eru í gildi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.