Innlent

„Þetta er ekki einu sinni vont“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórólfi þótti nálarstungan ekkert tiltökumál. Ekki frekar en í fyrra skiptið.
Þórólfi þótti nálarstungan ekkert tiltökumál. Ekki frekar en í fyrra skiptið. Vísir/Arnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var á meðal þeirra sem bólusettir voru með bóluefni AstraZeneca í dag. Um var að ræða bólusetningu með seinni skammti.

Þórólfur var bólusettur með fyrri skammti í lok apríl og var tekið með dynjandi lófataki í það skiptið. Heldur rólegri stemning var í Laugardalshöll í dag enda langflestir mættir til að fá seinni skammt bóluefnisins.

Sjálfur hafði Þórólfur orð á því í dag að honum þætti ekki sérstaklega sárt þegar starfsmaður Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins stakk hann með nálinni og sprautaði bóluefninu í vinstri handlegg hans.

„Þetta er ekki einu sinni vont,“ sagði sóttvarnalæknir, sem brátt getur sagst vera fullbólusettur með góðri samvisku, en full virkni bóluefnis AstraZeneca næst um einni til tveimur vikum eftir seinni bólusetningu.


Tengdar fréttir

Segir rann­sóknir benda til að endur­­bólu­­setja þurfi Jans­­sen-þega

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×