Erlent

Dani sýknaður af á­kæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju

Atli Ísleifsson skrifar
Viking Sally í Stokkhólmi á níunda áratugnum. Ferjan var seld árið 1993 til nýs félags og sigldi þá leið Estline milli Stokkhólms og Tallinn. Ferjan sökk í september 1994 þar sem 852 manns fórust.
Viking Sally í Stokkhólmi á níunda áratugnum. Ferjan var seld árið 1993 til nýs félags og sigldi þá leið Estline milli Stokkhólms og Tallinn. Ferjan sökk í september 1994 þar sem 852 manns fórust. WIKIPEDIA COMMONS/MARK MARKEFELT

Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987.

YLE segir frá þessu. Maðurinn var ákærður fyrir morðið á tvítugum þýskum ferðamanni á ferjunni Viking Sally og tilraun til morðs á 22 ára gamalli vinkonu hans.

Morðið átti sér stað aðfaranótt 28. júlí 1987, en ferjan var á leið frá Stokkhólmi í Svíþjóð og til Turku í Finnlandi. Ráðist var á kærustuparið Klaus Schelke og Bettina Taxis með hamri þar sem þau sváfu í svefnpokum sínum uppi á dekki ferjunnar. Schelke lést af sárum sínum, en Taxis lifði af en hlaut varanlegan skaða.

Eftir að ferjan lagðist að bryggju í Turku beið lögregla og tók skýrslu af öllum farþegum og starfsfólki, en aldrei tókst að hafa hendur í hári morðingjans.

Árið 2016 komst lögregla hins vegar yfir nýjar upplýsingar í málinu og fóru grunsemdir þá að beinast að dönskum ríkisborgara sem var um borð í ferjunni þegar ráðist var á fólkið.

Hefði maðurinn verið sakfelldur hefði þetta verið lengsti tíminn milli framins glæps og sakfellingar í finnskri réttarsögu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×