Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 11:13 Eric Adams var með forystu í fyrstu tölum á kosninganótt í síðustu viku. Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir um tvær vikur. AP/Kevin Hagen Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur. Bandaríkin Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur.
Bandaríkin Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira