Innlent

Löng röð eftir bólu­efni AstraZene­ca

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks stendur í röð og bíður þess að fá seinni sprautuna.
Fjöldi fólks stendur í röð og bíður þess að fá seinni sprautuna. Vísir/Adelina

Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að áætlað sé að ellefu- til tólf þúsund skammtar af bóluefninu verði gefnir út í dag.

Hvað varðar röðina sem er talsvert lengri en hún hefur verið áður, segir Ragnheiður líklegt að fólk vilji vera snemma í því, klára seinni skammtinn og halda fullbólusett í sumarfríið. Þá geti verið að einhverjir sem boðaðir voru í bólusetningu á morgun hafi ákveðið að mæta í dag.

Röðin í bólusetningu er orðin nokkuð löng og teygir sig ansi langt upp Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn

Ragnheiður segir afar mikilvægt að fólk mæti sem næst boðuðum tíma, til þess að forðast að lenda í langri röð í rigningunni.

„Okkur grunaði þetta svo sem alveg, að það yrði mikil ásókn í að komast í dag.“

Laugardalshöllin er sannkölluð bólusetningahöll.Vísir/Adelina

Sumir nýta sér hlaupahjól til að komast niður í Laugardal.Vísir/Adelina


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×