Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 18:31 Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór. Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór.
Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira