Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra greindi frá því á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að dómsmálaráðherra hafi spurt lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði sér að biðjast afsökunar, þá væntanlega á því að hafa greint frá því að Bjarni Benediktsson hafi verið í Ásmundasal þar sem sóttvarnir voru brotnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent