„Við urðum bara kærulaus“ Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 19:49 Becky Estill í viðtali við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið/skjáskot Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira