„Við urðum bara kærulaus“ Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 19:49 Becky Estill í viðtali við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið/skjáskot Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent