Innlent

Stækka Snæ­fells­jökuls­þjóð­garð á af­mælinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ávarpar gesti við gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ávarpar gesti við gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag. Umhverfisráðuneytið

Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð um stækkun Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag. Garðurinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á morgun.

Svæðið sem bætist við þjóðgarðinn liggur norðan við jökulhettu Snæfellsjökuls og austan við núverandi þjóðgarðsmörk frá jökli að Búrfelli og nirður fyrir Dýjadalsvatn, að því er segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Flatarmál þjóðgarðsins stækkar um 9% með viðbótinni.

Míla og Síminn gáfu hluta landsins í Gufuskálum til þjóðgarðsins. Nýja svæðið nær meðal ananrs yfir Prestagötu, gamla þjóðleið.

Ráðherra mun á grundvelli reglugerðar um þjóðgarðinn skipa þjóðgarðsráð en það er í fyrsta skipti sem það er gert á grundvelli laga um náttúruvernd. Í þjóðgarðsráði munu eiga sæti fulltrúar sveitarfélagsins, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, ferðaþjónustusamtaka á Snæfellsnesi og umhverfisverndarsamtaka. 

Ráðið verður Umhverfisstofnun og þjóðgarðsverði til ráðgjafar í málefnum þjóðgarðsins, til dæmis um framkvæmdaáætlun, áherslur fyrir þjóðgarðinn, gerð stjórnunar- og verndaráætlunar og önnur stefnumarkandi mál er varða þjóðgarðinn. Þjóðgarðsráðið á einnig að stuðla að breiðari þátttöku hagaðila í mótun þjóðgarðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×