Fótbolti

„Mun spila fyrir Wales þangað til ég hætti í fótbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale gengur svekktur til búningsherbergja.
Bale gengur svekktur til búningsherbergja. Lukas Schulze/Getty

Gareth Bale, fyrirliði Wales, var skiljanlega svektur eftir 4-0 tapið gegn Dönum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í gær.

Bale var heldur ekki sáttur í viðtölum eftir leikinn þar sem hann gekk út úr viðtali við breska ríkisútsvarpið eftir spurningu fréttamannsins.

Bale var spurður af því hvort að hann myndi halda áfram að spila fyrir Wales eða hvort að landsliðsskórnir væru komnir upp á hillu.

Vængmaðurinn hreifst ekki af þessari spurningu og gekk í burtu. Það sem vakti meiri athygli er að hann svaraði þessari spurningu skömmu síðar í samtali við S4C.

„Ég mun halda áfram að spila fyrir Wales. Fólk spyr heimskulegra spurninga. Ég elska að spila fyrir Wales og mun spila með Wales þangað til ég hætti að spila fótbolta,“ sagði Bale.

Hann var á síðustu leiktíð á láni hjá Tottenham frá Real Madrid þar sem hann er úti í kuldanum en fróðlegt verður að sjá hvort að hann fái tækifæri hjá nýjum stjóra liðsins, Carlo Ancelotti.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×