Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 13:45 Dr. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglu. Vísir/Vilhelm Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“ Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira