„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 12:06 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Safnahúsinu fyrr í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta sagði Katrín í síðari ræðu sinni á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag þar sem tilkynnt var að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt á miðnætti. Katrín sagði að hún hafi oft verið spurður að því, hvað valdi því að Íslendingum hafi gengið svo vel í viðbrögðum sínum. „Eins og fram kom í máli okkar allra þá hefur bæði gengið ótrúlega vel með bólusetningar, en það hefur líka gengið vel í ráðstöfunum á meðan við höfðum í rauninni ekki hugmynd um það hvernig þróun bóluefna myndi gang og hversu hratt hún myndi ganga og hvernig þetta myndi takast til. Þannig að það er þrennt sem mér finnst svo mikilvægt að við tökkum með okkur inn í næstu skref í þessari vegferð.“ Hlusta má á ræðu Katrínar í spilaranum að neðan. Lögðu frá sér smákóngaveldi Fyrsta atriðið sem Katrín nefndi var það gríðarlega mikilvæga samstarf sem hafi verið innan stjórnsýslunnar. „Það hafa allir þurft að leggja frá sér allt sem við getum kallað smákóngaveldi. Þau hafa verið sett til hliðar. Það hafa allir þurft að vinna saman. Það hafa allir unnið saman. Allir sem þekkja okkur Íslendinga vita að það getur stundum reynst okkur erfitt. En við höfum líka útvíkkað það þannig að vísindamenn, bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá hinum opinbera, hafa í raun og veru sett allt annað til hliðar og unnið saman. Þannig að þegar ég er spurð hvað skýri þennan árangur þá sé það samstarf vísindanna, stjórnsýslunnar, stjórnmála, viðbragðsaðila og auðvitað fleiri aðila.“ Opin og gagnsæ samskipti við almenning ómetanleg Annað atriðið sem Katrín nefndi var upplýsingagjöfin. „Ég veit nú ekki hvað upplýsingafundirnir hafa orðið margir. Stundum var reynt að hætta þeim en þá var farið af stað aftur. Það er auðvitað algert lykilatriði, því að árangurinn næst auðvitað fyrst og fremst því að þjóðin tekur þátt. Þjóðin tekur ekki þátt nema hún viti af hverju hún er að taka þátt. Þess vegna var svo mikilvægt að vera alltaf reiðubúin að koma með upplýsingar, segja her staðan var, segja að nú erum við aðeins að skipta um kúrs af því að nú erum við með ný gögn og upplýsingar. Ég held að öll þessi vegferð kenni okkur það að það að eiga þessi opnu og gegnsæju samskipti við almenning í landinu er algerlega ómetanlegt. Það hefur auðvitað gert það að verkum að fólk hefur tekið þátt. Fólk hefur fært fórnir. Fólk hefur lagt mikið á sig og fólk hefur tekið þátt, af því að við vildum taka þátt. Við vildum taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Katrín. Samfélagið Þriðja atriðið sem forsætisráðherra nefndi var að þetta kenni okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi. „Hvað það merkir að eiga þessa innviði sem bregðast við þeim hætti sem þeir hafa brugðist við, hvort sem það er heilbrigðiskerfið, skólakerfið en líka atvinnulífið sem hefur þurft að umturna allri sinni starfsemi. Fjölmiðlarnir, sem þurftu líka að umturna allri sinni starfsemi og mæta á ófáa fundina. Þetta er það sem heitir að vera í samfélagi og það kennir okkur það að styrkur samfélagsins getur verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta er frábært skref sem við erum að stíga í dag.“ Að neðan sjá sjá viðtal fréttastofu við Katrínu að loknum blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Þetta sagði Katrín í síðari ræðu sinni á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag þar sem tilkynnt var að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt á miðnætti. Katrín sagði að hún hafi oft verið spurður að því, hvað valdi því að Íslendingum hafi gengið svo vel í viðbrögðum sínum. „Eins og fram kom í máli okkar allra þá hefur bæði gengið ótrúlega vel með bólusetningar, en það hefur líka gengið vel í ráðstöfunum á meðan við höfðum í rauninni ekki hugmynd um það hvernig þróun bóluefna myndi gang og hversu hratt hún myndi ganga og hvernig þetta myndi takast til. Þannig að það er þrennt sem mér finnst svo mikilvægt að við tökkum með okkur inn í næstu skref í þessari vegferð.“ Hlusta má á ræðu Katrínar í spilaranum að neðan. Lögðu frá sér smákóngaveldi Fyrsta atriðið sem Katrín nefndi var það gríðarlega mikilvæga samstarf sem hafi verið innan stjórnsýslunnar. „Það hafa allir þurft að leggja frá sér allt sem við getum kallað smákóngaveldi. Þau hafa verið sett til hliðar. Það hafa allir þurft að vinna saman. Það hafa allir unnið saman. Allir sem þekkja okkur Íslendinga vita að það getur stundum reynst okkur erfitt. En við höfum líka útvíkkað það þannig að vísindamenn, bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá hinum opinbera, hafa í raun og veru sett allt annað til hliðar og unnið saman. Þannig að þegar ég er spurð hvað skýri þennan árangur þá sé það samstarf vísindanna, stjórnsýslunnar, stjórnmála, viðbragðsaðila og auðvitað fleiri aðila.“ Opin og gagnsæ samskipti við almenning ómetanleg Annað atriðið sem Katrín nefndi var upplýsingagjöfin. „Ég veit nú ekki hvað upplýsingafundirnir hafa orðið margir. Stundum var reynt að hætta þeim en þá var farið af stað aftur. Það er auðvitað algert lykilatriði, því að árangurinn næst auðvitað fyrst og fremst því að þjóðin tekur þátt. Þjóðin tekur ekki þátt nema hún viti af hverju hún er að taka þátt. Þess vegna var svo mikilvægt að vera alltaf reiðubúin að koma með upplýsingar, segja her staðan var, segja að nú erum við aðeins að skipta um kúrs af því að nú erum við með ný gögn og upplýsingar. Ég held að öll þessi vegferð kenni okkur það að það að eiga þessi opnu og gegnsæju samskipti við almenning í landinu er algerlega ómetanlegt. Það hefur auðvitað gert það að verkum að fólk hefur tekið þátt. Fólk hefur fært fórnir. Fólk hefur lagt mikið á sig og fólk hefur tekið þátt, af því að við vildum taka þátt. Við vildum taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Katrín. Samfélagið Þriðja atriðið sem forsætisráðherra nefndi var að þetta kenni okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi. „Hvað það merkir að eiga þessa innviði sem bregðast við þeim hætti sem þeir hafa brugðist við, hvort sem það er heilbrigðiskerfið, skólakerfið en líka atvinnulífið sem hefur þurft að umturna allri sinni starfsemi. Fjölmiðlarnir, sem þurftu líka að umturna allri sinni starfsemi og mæta á ófáa fundina. Þetta er það sem heitir að vera í samfélagi og það kennir okkur það að styrkur samfélagsins getur verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta er frábært skref sem við erum að stíga í dag.“ Að neðan sjá sjá viðtal fréttastofu við Katrínu að loknum blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent