Öllu aflétt innanlands á miðnætti Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 11:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Safnahúsinu. Vísir/Arnar Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06