Varnargarður rís í Nátthaga Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 10:03 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26